
Meðferð og greining fullorðinna við :
- Kvíðavanda
- Lágu sjálfsmati
- Áfallastreitu
Anna sinnir einnig ADHD greiningum fullorðinna.
Anna Margrét lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2019 með áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna.
Anna Margrét var í starfsþjálfun í áfallateymi Landspítalans meðan á náminu stóð og fékk þar þjálfun í greiningu og úrvinnslu áfalla. Eftir útskrift starfaði hún á geðsviði Landspítalans í ADHD teymi þar sem hún sinnti greiningu og meðferð fullorðinna.
Ásamt því að starfa hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands starfar Anna Margrét sem sálfræðingur í Verkmenntaskólanum á Akureyri.