Einar Kristinsson

 

Einar Kristinsson

  • Greiningar og meðferð fullorðinna og ungmenna við:
    • Lágu sjálfsmati
    • Kvíða
    • Þunglyndi
Einar útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2015 og með MS gráðu í klínískri sálfræði með áherslu á greiningu og meðferð sálmeina hjá fullorðnum frá Háskóla Íslands árið 2018. Í framhaldsnáminu var áhersla lögð á hugræna atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Einnig sat hann námskeið í hugrænni atferlismeðferð við lágu sjálfsmati hjá dr. Melanie Fennell vorið 2018. Í verknámi starfaði Einar bæði á öryggis- og réttargeðdeild Landspítalans á Kleppi og í transteymi Landspítalans. Hann hefur starfað hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands frá 2018.