Karen Júlía Sigurðardóttir

Karen

 • Greiningar og meðferð barna og fullorðinna við
  • kvíðavanda
  • þunglyndi
  • lágu sjálfsmati
  • áfallastreitu
  • áfallahjálp/stuðningur til hópa vegna áfalla, s.s. á vinnustöðum
  • hópmeðferð
 • ADHD greiningar
 • Þroskamat fyrir börn og fullorðna

Karen útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá Acadia University í Kanada 1999 og með cand.psych gráðu frá Háskóla Íslands 2003.

Karen starfaði sem sálfræðingur við skóla fyrst á Skólaskrifstofu Austurlands og síðar á Akureyri. Einnig hefur hún sinnt afleysingastöðu á barna- og unglingageðdeild SAk og starfað sem sálfræðingur í Menntaskólanum á Akureyri.
Frá 2014 hefur Karen starfað á göngudeild geðdeildar SAk þar sem hún sinnir greiningu og meðferð á ýmsum geðröskunum og hefur síðustu ár sérhæft sig í meðferð við áfallastreituröskun, sérstaklega fyrir þolendur ofbeldis.
Karen hefur starfað á stofu frá 2010.