Inga Dagný Eydal

IMG_6350

Inga Dagný er hjúkrunarfræðingur. Hún útskrifaðist með BSc. gráðu frá Háskólanum á Akureyri 1996 og hefur víðtæka starfsreynslu á sviði hjúkrunar. Hún lauk einnig diplómagráðu í menntunarfræðum 2012 og vann m.a. sem stundakennari við fullorðinsfræðslu hjá Símey um árabil.

Inga sinnir verkefnum tengt forvörnum og heilsuráðgjöf, streitumóttöku, fræðslu um streitu og örmögnun og bjargráð við streitu s.s. núvitund, hvíld og hreyfingu. Inga veitir sálrænan stuðning og ráðgjöf við áföllum og sorg. Einnig veitir hún stuðning við að byggja upp sterkari og jákvæðari sjálfsmynd. Hún vinnur með nærgætni, virðingu og umhyggju fyrir skjólstæðingi að leiðarljósi. Skjólstæðingum er vísað áfram á aðra fagaðila eftir þörfum, t.a.m. sálfræðinga og lækna.