Inga Dagný Eydal

IMG_6350

Inga Dagný er hjúkrunarfræðingur. Hún útskrifaðist með BSc. gráðu frá Háskólanum á Akureyri 1996 og hefur víðtæka starfsreynslu á sviði hjúkrunar. Hún lauk einnig diplómagráðu í menntunarfræðum 2012 og vann m.a. sem stundakennari við fullorðinsfræðslu hjá Símey um árabil.

Um þessar mundir sinnir Inga verkefnum sem flest snúast um forvarnir og heilsuráðgjöf, ekki hvað síst hvað varðar streituvarnir og varnir gegn kulnun.