Greiningar og meðferð fullorðinna og unglinga við;
- kvíða
- þunglyndi
- lágu sjálfsmati
- áfallastreitu
- kulnun
Sérlegt áhugasvið er vandi tengdur lágu sjálfsmati og kvíða sem og vandi sem byggist á reynslu í uppeldi og samskiptum og/eða samskiptavanda.
Jóhanna lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2007 auk kennsluréttinda. Hún lauk Cand. Psych. prófi frá Háskólanum í Árósum 2011. Jóhanna hefur auk þess tekið level 1 og 2 í EMDR. Jóhanna hefur starfað sem sálfræðingur og ráðgjafi á Starfsendurhæfingu Norðurlands frá 2011 og starfað á stofu frá árinu 2013.