Katrín Ösp Jónsdóttir

Katrín er hjúkrunarfræðingur og hefur mikla reynslu af stuðningi við fólk sem á í langvarandi veikindum. Hún vinnur einnig með kynheilbrigði og hefur gert ýmis verkefni í tengslum við frjósemis- og kynlífsvanda í kjölfar veikinda. Katrín tekur á móti einstaklingum og pörum í ráðgjöf og stuðning auk þess að standa fyrir ýmsu hópastarfi og viðburðum.

Hún útskrifaðist með BSc. frá Háskólanum á Akureyri 2012 auk þess að hafa lokið 96 ECTS einingum í sálfræði og tekið einn áfanga á meistarastigi sem heitir Krabbamein og líknarmeðferð. Katrín hefur unnið við gjörgæsluhjúkrun, við öldrunarhjúkrun og við krabbameinshjúkrun. Hún tók þátt í innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á SAk og lauk námskeiði í fjölskylduhjúkrun, Family Nursing Externship workshop, október 2018.