Kristín Elva Viðarsdóttir yfirsálfræðingur barna-og unglingaþjónustu

Greiningar og meðferð barna og ungs fólks við :

  • Kvíðavanda
  • Þunglyndi
  • Lágu sjálfsmati
  • Streitu auk almenns tilfinningavanda

Kristín Elva sinnir einnig

  • Greiningum vegna sértækra námsörðugleika, s.s. lesblindu
  • Þroskamati fyrir börn
  • Áföllum barna og ungs fólks
  • Handleiðslu kennara og annarra fagaðila innan skólakerfisins

Kristín Elva lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2007 og Cand.Psych. prófi frá Háskóla Íslands 2009. Hún er einnig menntaður sérkennari og núvitundarkennari. Hún hefur víðtæka reynslu af því að vinna með börnum og unglingum og starfað innan skólakerfisins auk þess að vera á stofu frá 2009. Hún er einnig stundakennari við Háskólann á Akureyri.