
Veitir aðstoð varðandi :
- Samskiptavanda para og hjóna
- Fræðslu og stuðning við pör sem eru að hefja samband
- Skilnað
- Fræðslu um afleiðingar áfalla og hvernig áföll geta haft áhrif á parasamband
Guðrún er fjölskyldumeðferðarfræðingur. Hún er með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur hún jafnframt lokið framhaldsnámi í fjölskyldu- og parameðferð frá Háskóla Íslands. Guðrún hefur starfað við margskonar ráðgjöf og meðferðarvinnu, m.a. á geðdeild og nú í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, þar sem hún gegnir starfi teymisstjóra
.