Katla Hildardóttir

Katla er menntaður hjúkrunarfræðingur og markþjálfi sem útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri árið 2011 og hefur víðtæka reynslu á sviði geðhjúkrunar.
Katla hefur starfað á geðsviði Sjúkrahússins á Akureyri síðan árið 2009, bæði á legudeild og göngudeild. Hún starfaði einnig um tíma á geðsviði Landspítalans. Síðan í ársbyrjun 2020 hefur Katla starfað hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands og sinnir þar ráðgjafastarfi. Katla sinnir forviðtölum, meðferðarvinnu sem og stuðningsviðtölum og eftirfylgd hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands og vísar á aðrar fagstéttir ef þörf er á.