Nýtt! Félagslegur stuðningur og samvera

Sálfræðiþjónusta Norðurlands kynnir nýtt hópúrræði fyrir þá sem vilja nýta sér félagslegan stuðning og samveru í baráttu gegn streitu, einmanaleika og tilfinningavanda s.s. depurð eða kvíða.

Hópurinn er öllum opinn en hentar best þeim sem eru 25 ára og eldri. Annarsvegar verða fundir tvisvar í mánuði, þar sem þátttakendur spjalla saman og fá fræðslu um streituvarnir, núvitundaræfingar eða slökun. Hinsvegar verða óformlegri hittingar s.s. á kaffihúsi eða í gönguferðum eftir áhuga þátttakenda. Ekki er skilyrði að þátttakendur séu í viðtölum eða öðrum úrræðum hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands.

Inga Dagný Eydal hjúkrunarfræðingur leiðir hópinn.

Verð: 5000kr. á mánuði. Hópurinn hefur starfsemi um miðjan febrúar ef næg þátttaka fæst og mun starfa til vors.