Streita, kulnun og örmögnun- heilsulausnir og uppbygging

Úrræði sem hentar þeim sem eru að takast á við streitu, álag, örmögnun eða kulnun. Fræðsla um streitu, kulnun og örmögnun og áhrif til lengri tíma á heilsu. Fræðsla og greining streituvalda, styrkleika og veikleika í þeim tilgangi að efla getu til sjálfshjálpar og til að sinna daglegu lífi og starfi. Unnið er með leiðir til að forðast streituástandið og draga úr neikvæðum afleiðingum þess. Áhersla er á jafningjastuðning og umræður,  virkni, útiveru og samveru. Úrræðið miðast við að styrkja einstaklinginn í endurhæfingarferli sínu með það að leiðarljósi að efla möguleika á endurkomu til vinnu.

Námskeiðið er árangursmælt. Teymisvinna fagmanna. Stjórnandi Sigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingur og Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi.

Tímalengd: 10 vikur í 12 skipti. Fyrstu vikurnar er áhersla á fræðslu og sjálfsskoðun og smátt og smátt eykst vægi hreyfingar og virkni. Tímar eru 1-2x í viku í 1-1,5-klst. í senn, alls um 18 klst.

Verð: 84.000kr.