Sjálfsefling fyrir fólk í ofþyngd

Að ná tökum á eigin þyngd með aðferðum sálfræðinnar. Námskeið fyrir fólk í ofþyngd eða offitu sem vill ná langtímaárangri í baráttu sinni við aukakílóin. Einstaklingum er kennt að setja sér raunhæf markmið og að ná sátt við líkama sinn þegar ákveðnum árangri er náð. Einnig eru kynntar leiðir til að viðhalda árangri.  Þetta er ekki megrunarkúr. Kynntar verða aðferðir sem hjálpa fólki að ná jákvæðum tengslum við mat og farið verður yfir hvernig sálfræðin getur komið með verkfæri og aðferðir sem hjálpa fólki í þessari baráttu. Einnig verður farið yfir hvernig best er að viðhalda árangri en það er oft eitthvað sem margir eiga í erfiðleikum með. Hugræn atferlismeðferð, núvitund, markmiðasetning, jákvætt sjálfstal, fræðsla um mögulegar orsakir offitu er kynnt auk þess sem unnið er með þarfir hvers og eins, t.d. eflingu sjálfstrausts, seiglu, þrautseigju og rýnt er í grunninn að vandanum. Skoðað er hvenær vandinn byrjaði, hvort það tengist einhverju sérstöku og hvað hefur verið reynt hingað til, til þess að ná árangri. Unnið er með það að breyta heilsutengdum venjum og hegðun þannig að árangur náist.  Ýmis hagnýt atriði eru einnig kynnt eins og hverjum og einum verður hjálpað að finna þá hreyfingu sem hentar best og er fólki boðið að fara í fyrsta tíma á líkamsræktarstöð með viðkomandi þar sem fólk treystir sér stundum ekki á staðinn. Einnig munu einstaklingar halda matardagbók þar sem fram kemur hvað er borðað og hvenær en inn í þá matardagbók er einnig skráð líðan og aðstæður sem borðað er í.

Stjórnandi Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur, aðrir koma að námskeiðinu með sérþekkingu á ákveðnum sviðum.

Tímalengd: 13 tímar og eru ýmist einu sinni til tvisvar í viku. Námskeiðið byrjar með einstaklingsforviðtali þar sem líðan er metin.

Verð: 84.000 kr.