Velkomin á heimasíðu Sálfræðiþjónustu Norðurlands
Við leiðum þig í átt að vellíðan.
Upplýsingar um þjónustu, námskeið og starfsmenn eru efst á síðunni.
Hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands starfar hópur sálfræðinga auk iðjuþjálfa. Við bjóðum upp á einstaklingsviðtöl fyrir alla aldurshópa, bæði í fjarþjónustu og á starfsstofum okkar. Einnig fjölbreyttar og sérhæfðar hópmeðferðir, námskeið, fræðslufyrirlestra, fyrirtækjaráðgjöf og starfsdaga. Fagfólk okkar sinnir sérhæfðum sálfræðilegum greiningum, áhugasviðsgreiningum og mati á lesblindu- og námsvanda. Sérfræðingar okkar sinna handleiðslu fyrir fagfólk, stjórnendur, fyrirtæki og hópa. Við búum yfir víðtækri reynslu af áfallahjálp og sálrænum stuðningi fyrir einstaklinga og hópa.
Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi.
Við störfum einnig í góðri samvinnu við aðrar fagstéttir og stofnanir.
Sálfræðiþjónusta Norðurlands er til húsa að Hvannavöllum 14, 2. hæð, Akureyri.
Fylgstu með Facebook síðunni okkar – Sálfræðiþjónusta Norðurlands – en þar miðlum við upplýsingum, m.a. um næstu námskeið.