Dr. Þrúður Gunnarsdóttir

Dr. Þrúður býður upp á fjarviðtöl frá USA mán-fim frá klukkan 14- 22. Hún sinnir allri almennri sálfræðiþjónustu og greiningu og meðferð:

  • ADHD (Certified ADHD Clinical Services Provider/ADHD-CCSP)
  • Áfalla og erfiðrar fjölskyldusögu (Certified Clinical Complex Trauma Provider/CCTP)
  • Streitu / kulnunar
  • Kvíða
  • Depurðar

Þrúður sinnir að auki sérstakri ADHD þjálfun (coaching) fyrir unglinga/ungmenni og fullorðna með einkenni og/eða greint ADHD.

Hún hefur einnig mikla reynslu og sérhæfingu í:

  • Lífsstílsmeðferð barna, ungmenna og fullorðinna
    • Heildrænni lífsstílsmeðferð langvinnra sjúkdóma (t.d. offita, sykursýki, síþreyta, vefjagigt, hjartasjúkdómar)
    • Lífsstílsmeðferð á breytingaskeiði  
  • Fjölskylduvanda / flóknum fjölskylduaðstæðum / vanda í samböndum / skilnöðum / blöndun fjölskyldna, osfrv 

Hún nýtir helst aðferðafræði atferlisfræði, nýjungar úr taugasálfræði (t.d. polyvagal theory) og ACT (acceptance and commitment therapy) en hefur að auki hlotið þjálfun í notkun DBT (dialectical behavior therapy) og CBT (cognitive behavioral therapy). Hún er einnig með sérstaka vottun í meðferð flókinna áfalla/fjölskylduvanda (CCTP ) og ADHD (ADHD-CCSP). 

Menntun og starfsreynsla

Þrúður hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2009 en hún lauk námi (B.A., M.A. og Ph.D.) frá Háskóla Íslands. Hún fékk starfsþjálfun á geðsviði fullorðinna á Landspítala og á Barnaspítala Hringsins, þar sem hún svo vann fyrstu árin eftir löggildingu. Eftir að Þrúður lauk doktorsnámi fór hún í frekara framhaldsnám (Post Doctoral Training) við University of Colorado, Denver (Anschutz Health and Wellness Center og Children’s Hospital Colorado) þar sem hún sinnti forvarnavinnu, rannsóknum og meðferð of þungra barna, fullorðinna og fjölskyldna. Þaðan lá leiðin til Washington University School of Medicine, St. Louis þar sem hún stýrði þjálfun geðheilbrigðisstarfsfólks í meðferð lífsstílsbreytinga einstaklinga með fjölþættan vanda í Missouri fylki. Þrúður hefur síðustu ár sinnt rannsóknastörfum, þróað meðferðarúrræði fyrir smáforrit og unnið samhliða því sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur. 

Þrúður er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands.

Rannsóknir og greinar

Þrúður hefur birt bókarkafla og rannsóknargreinar í ritrýndum bókum og tímaritum.

Linkur á ritrýndar rannsóknargreinar hjá National Library of Medicine (PubMed.gov) https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/?term=Gunnarsdottir+Thrudur&sort=date