
Kristín starfar í fjarþjónustu og sinnir greiningum og meðferð fullorðinna við :
- Þunglyndi
- Kvíðavanda
- Áfallastreitu
- Lágu sjálfsmati
- Kulnun
Kristín sinnir einnig ADHD greiningum fullorðinna.
Kristín útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2015 og lauk Cand.Psych prófi frá Háskólanum í Árósum árið 2017. Kristín tók starfsnám sitt á göngudeild geðdeildar á Akureyri.
Kristín starfar sem sálfræðingur í fjar- og staðarþjónustu fyrir Sálfræðiþjónustuna og Virk og sinnir einnig skólaþjónustu á vegum Norðurþings auk verkefna í Barnaverndarnefnd. Hún notast við gagnreyndar meðferðir þar sem Hugræn atferlismeðferð og ACT eru í aðalhlutverki.