Um okkur

Sálfræðiþjónusta Norðurlands var stofnuð árið 2011 af sálfræðingunum Alice Hörpu Björgvinsdóttur og Sigrúnu Vilborgu Heimisdóttur. Frá 2021 hefur Alice Harpa séð um rekstur stofunnar. Hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands starfar hópur sálfræðinga, iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur og náms- og starfsráðgjafi að hinum ýmsu verkefnum. Við bjóðum upp á einstaklingsviðtöl fyrir alla aldurshópa, bæði í fjarþjónustu og á starfsstofum okkar. Einnig fjölbreyttar og sérhæfðar hópmeðferðir, námskeið, fræðslufyrirlestra, fyrirtækjaráðgjöf og starfsdaga. Fagfólk okkar sinnir sérhæfðum sálfræðilegum greiningum, áhugasviðsgreiningum, mati á lesblindu- og námsvanda. Sérfræðingar okkar sinna handleiðslu fyrir fagfólk, stjórnendur og hópa. Við búum yfir víðtækri reynslu af áfallahjálp og sálrænan stuðning fyrir einstaklina og hópa.

Áhersla er á vönduð vinnubrögð, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi. Við störfum einnig í góðri samvinnu við aðrar fagstéttir og stofnanir.

Sálfræðiþjónusta Norðurlands hefur leyfi frá Landlæknisembætti um rekstur heilbrigðisþjónustu og starfar eftir þeim reglum sem gilda um slíka þjónustu.


Hvannavellir 14, 2. hæð, Akureyri

Kennitala: 410218-0890

Tölvupóstur: upplysingar@salfraedithjonusta.is

Notendaskilmálar og persónuverndarstefna