Þjónustan

Einstaklingsmeðferð

Ráðgjöf og meðferð einstaklinga við tilfinningalegum og/eða geðrænum vanda og sálrænum erfiðleikum.

Tímalengd: Hver tími er um 45 mínútur að lengd.

Verð: 16.000 krónur

Hópmeðferð

Streita, kulnun, örmögnun – heilsulausnir og uppbygging;  Stjórnandi Sigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingur, Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi og aðkoma læknis í fræðslu. Tímalengd: 10 vikur í 12 skipti. Fyrstu vikurnar er áhersla á fræðslu og sjálfsskoðun og smátt og smátt eykst vægi hreyfingar og virkni. Tímar eru 1-2x í viku í 1-1,5-klst. í senn, alls um 18 klst.

____

Sjálfsstyrking; Námskeiðið hentar flestum sem vilja efla sjálfstraust. Stjórnandi Regína Ólafsdóttir ásamt fagaðilum Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Tímalengd: Kennt verður 1x í viku í 8 vikur, 1,5  klst. í senn, alls um 12 klst.

____

Að ná tökum á eigin þyngd með aðferðum sálfræðinnar; Stjórnandi Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur, aðrir koma að námskeiðinu með sérþekkingu á ákveðnum sviðum. Tímalengd: 13 tímar og eru ýmist einu sinni til tvisvar í viku. Námskeiðið byrjar með einstaklingsforviðtali þar sem líðan er metin.

___

Félagsfælni; Stjórnandi Alice H. Björgvinsdóttir ásamt öðrum fagaðilum Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Tímalengd: Kennt verður 1-2x í viku fyrstu tvær vikurnar, síðan 1x í viku. Alls 11 skipti, 2 klst. í senn, 22 tímar. Eftirfylgdartími um mánuði eftir 10. skiptið.

___

Langvarandi verkir og núvitund; Leiðbeinendur Sigrún V. Heimisdóttir, sálfræðingur (HAM og verkir), Kristín Elva Viðarsdóttir (núvitundartímar). Öll námskeiðsgögn innifalin. Námskeiðið er alls 12 skipti. Tímasókn 1-2x í viku í 1-1,5 klst. í senn alls 18 klst., eftirfylgdartími um mánuði eftir síðasta hóptímann. Tímalengd: Verkefna-og fræðslutímar HAM eru 6 skipti og Þátttakendur sækja einnig 6 tíma í núvitund, alls 12 skipti.

 

Námskeið

Sálfræðingar okkar halda ýmis námskeið, m.a. í samvinnu við Símenntun Háskólans á Akureyri. Sjá www.simenntunha.is

Einnig búum við yfir fjölbreyttri reynslu í að halda námskeið fyrir starfshópa eða ákveðnar einingar, eftir beiðnum.

Fyrirlestrar

Sálfræðingar okkar búa yfir fjölbreyttri reynslu af því að halda fyrirlestra um ýmis málefni tengd sálfræðilegu efni, fyrir fyrirtæki, stofnanir, starfshópa, félög, á ráðstefnum o.s.frv.

Greiningar og sálfræðilegar prófanir

Til viðbótar við hefðbundið mat á tilfinningavanda sinnum við sálfræðilegum greiningum. Dæmi um slíkt eru ADHD greiningar, mat á persónuleikavanda, vitsmunamat, taugasálfræðilegar prófanir, lesgreiningar og mat á sértækum námsörðugleikum.

Ráðgjöf og handleiðsla

Handleiðsla til annarra fagaðila og ráðgjöf til einstaklinga eða fyrirtækja er hluti af þeim fjölbreyttu verkefnum sem sálfræðingar okkar sinna.

Vinnustaðaráðgjöf og forvarnir.