Þjónustan

Einstaklingsmeðferð

Ráðgjöf og meðferð einstaklinga við tilfinningalegum og/eða geðrænum vanda og sálrænum erfiðleikum.

Tímalengd: Hver tími er um 45 mínútur að lengd.

Verð: 17.000 krónur

Hópmeðferð

Lesið betur um hópameðferðir hér

Námskeið

Sálfræðingar okkar halda ýmis námskeið, m.a. í samvinnu við Símenntun Háskólans á Akureyri. Sjá www.simenntunha.is

Einnig búum við yfir fjölbreyttri reynslu í að halda námskeið fyrir starfshópa eða ákveðnar einingar, eftir beiðnum.

Fyrirlestrar

Sálfræðingar okkar búa yfir fjölbreyttri reynslu af því að halda fyrirlestra um ýmis málefni tengd sálfræðilegu efni, fyrir fyrirtæki, stofnanir, starfshópa, félög, á ráðstefnum o.s.frv.

Greiningar og sálfræðilegar prófanir

Til viðbótar við hefðbundið mat á tilfinningavanda sinnum við sálfræðilegum greiningum. Dæmi um slíkt eru ADHD greiningar, mat á persónuleikavanda, vitsmunamat, lesgreiningar og mat á sértækum námsörðugleikum.

Ráðgjöf og handleiðsla

Handleiðsla til annarra fagaðila og ráðgjöf til einstaklinga eða fyrirtækja er hluti af þeim fjölbreyttu verkefnum sem sálfræðingar okkar sinna.

Vinnustaðaráðgjöf og forvarnir.

BARNA- OG UNGLINGATEYMI

Þjónusta við börn og unglinga s.s. greiningar á vanda, meðferð, ráðgjöf og fræðslu.

Fagaðilar í teyminu eru: Kristín ViðarsdóttirJón Viðar ViðarssonMaría HensleyDagný L. KristjánsdóttirHeimir Haraldsson og Elín Eydís Friðriksdóttir.