
Greiningar og meðferð fullorðinna og ungs fólks við :
- Kvíðavanda
- Þunglyndi
- Langvinnum vanda og persónuleikavanda.
Jón Viðar útskrifaðist með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 með áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna og barna. Í meistaranáminu var einnig lögð áhersla á hugræna atferlismeðferð við lyndisröskunum.
Jón fór í starfsnám á Hvítabandinu og kynntist þar díalektískri atferlismeðferð við langvinnum vanda og persónuleikaröskunum. Hann var svo í starfsnámi á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins þar sem hann kynntist greiningum á einhverfurófs röskunum, mati á þroska og aðlögunarhæfni. Einnig var hann í starfsnámi á þjónustumiðstöð skólasviðs í Reykjavík þar sem hann kynntist starfi skólasálfræðings við greiningu og ráðgjöf. Loks fór Jón í starfsnám á þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts þar sem hann kynntist starfi skólasálfræðings við greiningu og ráðgjöf.