Forsíða

Velkomin á heimasíðu Sálfræðiþjónustu Norðurlands

Hægt er að skrá sig í þjónustu með eftirfarandi hætti, hér efst á síðunni:

  1. Ósk um þjónustu eða fyrirspurnir – almennt form fyrir tímapantanir eða  fyrirspurnir, um úrræði, námskeið, ráðgjöf eða annað.
  2. Ósk um barna- og unglingaþjónustu – almennt form fyrir tímapantanir fyrir börn eða unglinga (undir 18 ára).

Upplýsingar um þjónustu, námskeið og starfsmenn eru efst á síðunni.

Hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands starfar hópur sálfræðinga, iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur og náms-og starfsráðgjafi að hinum ýmsu verkefnum. Stofan sinnir allri almennri sálfræðiþjónustu sem og sérhæfðri teymisvinnu fyrir skjólstæðinga á öllum aldri.  Áhersla er á vönduð vinnubrögð, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi. Við störfum einnig í góðri samvinnu við aðrar fagstéttir og stofnanir.

Sálfræðiþjónusta Norðurlands var stofnuð árið 2011 af sálfræðingunum Alice Hörpu Björgvinsdóttur og Sigrúnu Vilborgu Heimisdóttur. Alls starfa nú 16 fagaðilar á stofunni auk þess erum við í samstarfi við sérfræðing í mannauðs-og stjórnendaráðgjöf.

Sálfræðiþjónusta Norðurlands er til húsa að Hvannavöllum 14, 2. hæð, Akureyri og Langanesvegi 1, Þórshöfn.

Fylgstu með Facebook síðunni okkar – Sálfræðiþjónusta Norðurlands – en þar miðlum við ótal upplýsingum, m.a. um næstu námskeið.

Með hlýrri kveðju!