
Greining og meðferð fullorðinna við :
- Vandamálum tengdum frammistöðu í íþróttum
- Þunglyndi
- Kvíða
Richard útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík með BSc gráðu í sálfræði árið 2013 og síðar meistara gráðu í klínískri sálfræði árið 2017. Richard er einnig með B.A. gráðu í íþróttaþjálfun og stjórnun frá Linnaeus University í Svíþjóð og PhD gráðu í íþróttasálfræði frá Liverpool John Moores University, UK. Ásamt störfum sínum hjá Sálfræðiþjónustu Norðurlands starfar Richard sem Lektor í Háskóla Akureyrar þar sem hann kennir klíníska sálfræði ásamt rannsóknarvinnu mest tengdri andlegri heilsu íþróttamanna.
Richard notar heildræna nálgun í vinnu sinni með fólki og notar gagnreynda meðferð sem er einstaklingsmiðuð. Richard nýtir sér aðferðarfræði CBT og ACT í vinnu sinni.