
Greining og meðferð fullorðinna við:
Kvíða
Þunglyndi
Lágu sjálfsmati
Streitu
Fælnimeðferðir s.s. köngulóarfælni
Anna útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2023 og MSc gráðu í hagnýtri sálfræði frá Háskóla Íslands 2025 með áherslu á greiningu og meðferð fullorðinna. Hún var í starfsnámi á Kvíðameðferðarstöðinni og hlaut þar þjálfun í greiningu og meðferð lyndis- og kvíðaraskana. Hún var einnig í starfsþjálfun í Sálfræðiráðgjöf Háskólanema í Háskóla Íslands.
Anna lauk 1árs (24 eininga) námi í hugrænni atferlismeðferð (HAM) 2007.
Hún útskrifaðist með BSc í iðjuþjálfun 2003 og starfaði á geðdeild SAk frá útskrift til ársins 2017, fyrst á legudeild og síðar dag- og göngudeild. Frá 2017-2020 starfaði hún í sálfélagslegri þjónustu HSN við greiningu og meðferð fullorðinna og sá um HAM hópmeðferð.