- Greiningar og meðferð fullorðinna við
- kvíðavanda
- þunglyndi
- lágu sjálfsmati
- átröskunum
- Hópmeðferð
- ADHD greiningar
Alice hefur starfað sem sálfræðingur síðan 2004. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2002 og Cand.Psych. prófi frá sama skóla árið 2004, með áherslu á klíníska sálfræði fullorðinna og barna. Hún hlaut sérfræðiviðurkenningu sem klínískur sálfræðingur 2018.
Alice var í starfsnámi á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hefur nú starfað þar síðan 2004 á geðdeild og göngudeild geðdeildar. Hún er nú framkvæmdastjóri lyflækningasviðs SAk. Alice hefur starfað á stofu frá árinu 2005 og undir nafni Sálfræðiþjónustu Norðurlands frá 2011.