Mat á færni við iðju.
Ráðgjöf, meðferð og fræðsla varðandi:
- þátttöku og virkni
- jafnvægi í daglegu lífi
- markmiðssetningu
- aðlögun umhverfis
Dagný Linda Kristjánsdóttir lauk BS prófi í Iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013. Hún starfaði sem iðjuþjálfi hjá Öldrunarheimili Akureyrar-Lögmannshlíð í 5 ár og sinnti stundakennslu við Háskólann á Akureyri.
Dagný Linda er með námskeið, fyrirlestra og einstaklingstíma með það að marki að ýta undir virkni og þátttöku og auka lífsgæði barna/ungmenna/fullorðinna í daglegu lífi heima fyrir og úti í samfélaginu.