Nú á dögunum tók Sálfræðiþjónusta Norðurlands þátt í starfsdegi hjá útgerðarfélagi. Sigrún Vilborg, sálfræðingur og Elsa, sérfræðingur í mannauðsmálum, sinntu fræðslunni fyrir hönd Sálfræðiþjónustunnar og nutu þess að vinna með þessum frábæra starfsmannahópi norður á Siglufirði.
Fyrri hlutinn samanstóð af umfjöllun um samskipti á vinnustað og mikilvægi þeirra.
Efnistökin voru:
- Vellíðan í vinnunni
- Starfsmenn sem einstaklingar
- Samskipti
- Jákvætt hugarfar
Starfsmannahópurinn vann jafnframt verkefni sem tengdust efnisþáttum og því hvernig samskiptareglur ættu við á þeirra vinnustað. Einnig skilgreindi hópurinn yfir hvaða kostum hann byggi.
Í lok dags var öllum starfsmönnum skipt upp í nokkra hópa, þar sem hver þeirra fékk nokkur verkefni til að leysa í sameiningu, til að efla enn frekar samheldni og lausnamiðaða nálgun starfsmannanna. Þar gátu allir notið sín og styrkleika sinna og haft þannig áhrif á úrlausn hvers verkefnis fyrir sig, – til hagsbóta fyrir hópinn í heild!
Frábær dagur á Siglufirði!