Leitin að áfallastreitugeninu

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið 240 milljóna króna styrk (tvær milljónir evra) frá Evrópska Rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Styrkurinn er mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu.

„Rannsóknin snýst fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla,“ segir Unnur Anna.

„Þessi styrkur er mikil viðurkenning á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem við Íslendingar eigum til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn gerir okkur kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eiga sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum.“

Til gamans má geta þess að Unnur er frá Akureyri og því geta Norðlendingar verið ákaflega stoltir af henni og teyminu hennar og verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nánustu framtíð. Til hamingju Unnur!

Efni fengið af heimasíðu Háskóla Íslands.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s